Dagforeldrar og heimgreiðslur
Dagforeldrar bjóða upp á daggæslu í heimahúsum fyrir börn sem ekki hafa náð innritunaraldri í leikskóla eða bíða eftir skólavist í leikskóla. Heimgreiðslur eru greiðslur ætlaðar foreldrum barna sem náð hafa 12 mánaða aldri.
Dagforeldrar
Við val á dagforeldri er mikilvægt að foreldrar kynni sér vel aðstöðuna og þjónustuna sem í boði er, þar á meðal leikaðstöðu, hvíldaraðstöðu og leikföng, bæði úti og inni. Mælt er með að skoða fleiri en eitt dagforeldri áður en ákvörðun er tekin. Val á dagforeldri er á ábyrgð foreldra.
Foreldrar ættu að hafa samband við dagforeldra með góðum fyrirvara til að skrá sig á biðlista, sem hvert dagforeldri heldur utan um sjálft.
Heimgreiðslur
Heimgreiðslur eru til að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barn er innritað hjá dagforeldri eða býðst leikskólapláss.
Foreldrum/forráðamönnum barna með lögheimili í Akureyrarbæ er heimilt að sækja um heimgreiðslur fyrir börn sem hafa náð 12 mánaða aldri ef þeir eru að bíða eftir plássi hjá dagforeldri eða leikskólaplássi og fá ekki aðrar niðurgreiðslur vegna vistunar barnsins.