
Skóla- og frístundastarf
Leikskólar, grunnskólar, dagforeldrar, frístund, skólaþjónusta og vinnuskóli
Dagforeldrar og heimgreiðslur
Á Akureyri starfa 14 dagforeldrar á 12 starfsstöðvum. Dagforeldrar bjóða upp á daggæslu í heimahúsi fyrir börn sem ekki hafa náð tilskyldum aldri til að komast inn á leikskóla eða eru að bíða eftir að inntaka á leikskóla hefjist. Heimgreiðslur eru ætlaðar foreldrum barna sem náð hafa 12 mánaða aldri en eru hvorki í daggæslu né á leikskóla.

Leikskólar
Hjá Akureyrarbæ eru starfandi tíu leikskólar, og er einn þeirra sjálfstætt starfandi. Níu leikskólar eru á Akureyri á 12 starfsstöðvum. Þrír leikskólar eru tímabundið með starfræktar deildir í nærliggjandi grunnskólum. Í Hrísey er samrekinn leik- og grunnskóli.
Skólaþjónusta
Hlutverk skólaþjónustu fræðslu- og lýðheilsusviðs er margþætt, en snýr að mestu að stuðningi við einstaka nemendur, foreldra þeirra og skóla. Ýmiskonar ráðgjöf og námskeið eru í boði fyrir foreldra, s.s. uppeldisleg ráðgjöf, PMTO námskeið/meðferð í foreldrafærni, Klókir litlir krakkar (vegna kvíðinna barna) ásamt almennri fræðslu til foreldra barna með ADHD, einhverfu eða aðrar áskoranir.

Tónlistarskólinn á Akureyri
Tónlistarskólinn á Akureyrari er mentaðarfullur tónlistarskóli sem gerir ríkar kröfur um nákvæm vinnubrögð, ábyrga og góða þjónustu og virka skólaþróun. Skólinn leggur jafna áherslu á almenna tónlistarfræðslu sem og krefjandi einkakennslu í hljóðfæraleik, söng, tónsköpun og bóklegum fögum.
Vinnuskólinn
Akureyrarbær rekur Vinnuskóla fyrir börn og ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Markmið vinnuskólans er að fegra og snyrta umhverfi bæjarins, byggja upp vinnuvirðingu hjá nemendum, kenna nemendum verklag, virðingu, stundvísi og aga og veita fræðslu á ýmsum sviðum.

Skrifstofa fræðslu- og lýðheilsusviðs
Skrifstofa fræðslu- og lýðheilsusviðs er staðsett í Glerárgötu 26