Beint í efni

Svæði ofan byggðar í Hrísey - vinnslutillaga nýs deiliskipulags

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Akureyrarbær vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Hrísey, svæði ofan byggðar. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og er markmið skipulagsvinnunnar að útfæra samræmt og heildstætt skipulag fyrir svæðið. Megináhersla er lögð á að auka framboð fjölbreyttra íbúðalóða í Hrísey, ásamt því að fjölga athafnalóðum ofan byggðarinnar. 

Hér má nálgast tillöguuppdrátt fyrir svæðið og greinargerð hér.

Ábendingum þar sem nafn og kennitala koma fram má skila í gegnum Skipulagsgátt.

Frestur til að koma á framfæri ábendingum við tillöguna er til og með 2. júlí 2025.