Beint í efni

Sjúkrahúsið á Akureyri - tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,  tillögu að breytingu á deiliskipulagi sjúkrahússins á Akureyri.

Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóðin sé minnkuð og fari úr 77.690 m2 í 72.593 m2 eftir breytingu. Við minnkunina verða þá breytingar á lóðarmörkum meðfram Búðartröð sunnanverðri, Þórunnarstræti og Lystigarðinum. Þá eru gerðar breytingar á byggingarreitum og bílastæðum þar sem að megin byggingarreitur færist úr því að ná yfir svæði beggja vegna Búðartraðar í að vera einungis austan Búðartraðar og öll bílastæði færast samtímis vestur fyrir Búðartröð.

Tillöguuppdrátt má nálgast hér.

Ábendingum þar sem nafn og kennitala kemur fram má skila í gegnum Skipulagsgátt.

Frestur til að skila inn ábendingum er veittur út 7. ágúst 2025.