Beint í efni

Miðholt 1-9 og Hlíðarbraut 4 - breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Holtahverfis norður

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 14. maí 2025 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður skv. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

Miðholt 1-9 og Hlíðarbraut 4

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 14. maí 2025 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingarnar taka til reita sem merktir eru ÍB17og VÞ17 í aðalskipulagi. Breytingin á ÍB17 felur í sér að heimilt verði að byggja allt að þrjár hæðir auk kjallara á lóðunum við Miðholt en í fyrra skipulagi var leyfilegt að byggja tvær hæðir ásamt kjallara. Hins vegar felur breytingin á VÞ17 í sér að heimilt verði að byggja íbúðir á efri hæðum við Hlíðarbraut 4 en verslun og þjónusta verði áfram á neðstu hæðum.

Uppdráttur.

Athugasemdum þar sem nafn og kennitala kemur fram má skila hér.

Samhliða auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður skv. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

Breytingin felur í sér að lóðir 1, 3, 5, 7 og 9 við Miðholt verði sameinaðar í eina lóð og að þar verði heimilt að byggja fimm fjölbýlishús á þremur hæðum ásamt kjallara en í fyrra skipulagi var heimilt að byggja á tveimur hæðum ásamt kjallara. Jafnframt eykst fjöldi íbúða úr 30 í 54. Í tillögunni eru kvaðir um trjágróður á lóð ásamt kvöðum um trjágróður, stíga og leiksvæði á aðliggjandi bæjarlandi.

Deiliskipulagsuppdráttur.

Athugasemdum þar sem nafn og kennitala kemur fram má skila hér.

Frestur til að skila inn athugasemdum er veittur út 31. júlí 2025.