Beint í efni

Brunná - tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010  tillögur að breytingum á deiliskipulagi Kjarnaskógar og Hamra.

Tillögurnar gera m.a. ráð fyrir nýjum stígum, nýju opnu svæði fyrir útivist og afmörkun fyrir opið útivistarsvæði - skóg á svæðinu sem afmarkast af Brunnánni og Kjarnabraut sem liggur frá Eyjafjarðarbraut vestri og upp í Kjarnakot og Kjarnaskóg. Þetta svæði rammar inn opna svæðið Ú5.

Tillöguuppdrátt má nálgast hér.

Ábendingum þar sem nafn og kennitala kemur fram má skila í gegnum Skipulagsgátt.

Frestur til að skila inn ábendingum er veittur út 24. júlí 2025.