Lausar lóðir
Lóðum er einkum úthlutað með þrenns konar hætti:
- Með úthlutun skipulagsráðs í kjölfar auglýsingar þar sem almennt er dregið úr umsóknum sem berast.
- Með hugmyndasamkeppni.
- Með útboði þar sem hæstbjóðandi í byggingarrétt fær lóð úthlutað.
Sótt er um lóðir sem auglýstar eru í samræmi við lið 1 í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar og eru þær lóðir jafnframt sýnilegar á kortavef bæjarins. Lóðir sem auglýstar eru í samræmi við lið 2 og 3 koma ekki fram á kortavef bæjarins en skila þarf inn tilboði/hugmynd í gegnum útboðssíðu lóða.
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum má senda póst á skipulag@akureyri.is.
_L-2000x1500.jpg&w=3840&q=80)
_L-2000x1500.jpg&w=3840&q=80)
Atvinnuhúsnæði
Hér má finna lista yfir lausar lóðir í bænum þar sem byggja má atvinnuhúsnæði
Síðast uppfært 5. júní 2025