Söfnin

Amtsbókasafnið

Amtsbókasafnið er eitt stærsta almenningsbókasafn landsins. Það er til húsa í glæsilegri byggingu við Brekkugötu 17. Framtíðarsýn Amtsbókasafnsins er að vera með trausta stöðu í samfélaginu og í samfélagi almenningssafna á Íslandi. Amtsbókasafnið hefur jákvæða ímynd í samfélaginu og leggur áherslu á að styrkja hana enn frekar til framtíðar.

Heimasíða: https://www.akureyri.is/amtsbokasafn

Héraðsskjalasafnið

Héraðsskjalasafnið á Akureyri er sjálfstætt opinbert skjalasafn sem rekið er af Akureyrarbæ með fjárframlögum þeirra fimm sveitarfélaga sem að því standa. Fjárframlög miðast við íbúafjölda hvers sveitarfélags fyrir sig. Hlutverk safnsins er m.a. að taka við og innheimta skjöl og önnur gögn frá afhendingarskyldum aðilum og leitast við að tryggja sem best að heimildir um þjóðarsöguna varðveitist. 

Heimasíða: https://www.herak.is

Listasafnið á Akureyri

Hlutverk Listasafnsins á Akureyri er að safna, varðveita, skrá og rannsaka m.a. listaverkasafn Akureyrarbæjar og standa fyrir sýningum á sjónlistum af innlendum og erlendum uppruna. Á Akureyrarvöku, á ágúst sl voru ný salarkynni Listasafnsins formlega opnuð almenningi og jafnframt var 25 ára afmæli safnsins fagnað. 

Heimasíða: http://www.listak.is

Síðast uppfært 21. nóvember 2018