Íþróttamannvirkin

Hlíðarfjall

Hlíðarfjall er skíðaparadís rétt við bæjardyrnar. Þar eru frábærar aðstæður til skíða- og snjóbrettaiðkunnar. Lyfturnar á svæðinu geta samanlagt flutt 4.920 manns á klst. en samfelldur hæðarmunur á skíðabrekkunum er um 500 metrar.

Skíðastaðir voru byggðir á árunum 1955-1964 en rekstur hófst 1962. Húsið stendur í 506 metra hæð yfir sjávarmáli. Strýta stendur í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er greiðasala og salerni fyrir gesti í Hlíðarfjalli.

Vetraríþróttamiðstöð Íslands er starfrækt í Hlíðarfjalli en hún var stofnuð á Akureyri með staðfestingu samstarfs menntamálaráðuneytis, Akureyrarbæjar, Íþrótta- og olympíusambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, 18. mars 1998. 

Heimasíða: http://www.hlidarfjall.is

Sundlaug Akureyrar

Sundlaug Akureyrar er vatnaparadís fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna tvær 25 metra útilaugar og 12,5 metra innilaug. Þrjár nýjar rennibrautir hafa verið settar upp og njóta þær mikilla vinsælda. Í yfirbyggðum sal er volgur innipottur og á útisvæði eru þrír heitir pottar og einn kaldur auk vaðlaugar og eimbaðs. 

Íþróttahöllin og önnur íþróttahús

Akureyrarbær rekur 8 íþróttahús á samtals 6035 m2 íþróttagólffleti. Þar fer fram kennsla, þjálfun, almenningstímar, mótahald auk viðburða. 

Íþróttahúsin eru:

Íþróttahöllin 

Íþróttahús Naustaskóla

Íþróttamiðstöð Glerárskóla

Íþróttamiðstöð Giljaskóla

Íþróttahús Síðuskóla

Íþróttahús Lundarskóla

Íþróttamiðstöð Hríseyjar

Íþróttahús Laugargötu

Síðast uppfært 22. nóvember 2018