Deildirnar

Akureyrarstofa

Akureyrarstofa er staðsett á 3. hæð í Ráðhúsinu við Geislagötu 9 og er ein af deildum samfélagssviðs.
Akureyrarstofa er heimahöfn menningar-, markaðs-, kynningar- og ferðamála hjá Akureyrarbæ. Jafnframt annast hún viðburðahald fyrir bæinn og samskipti við fjöldamarga skipuleggjendur viðburða í bænum.

Smelltu hér til að nálgast nánari upplýsingar um Akureyrarstofu.

Forvarna- og frístundadeild

Undir forvarnar- og frístundadeild heyra Félagsmiðstöðvar Akureyrar (FÉLAK), Ungmennahús, Punkturinn -  handverksmiðstöð og atvinnumál ungs fólks þ.m.t. vinnuskólinn og sumarvinna með stuðningi. Deildin hefur umsjón með framkvæmd forvarnarstefnu bæjarins í góðu samstarfi við aðrar stofnanir og deildir bæjarins. 

Íþróttadeild

Íþróttadeild sér um framkvæmd íþróttastefnu Akureyrarbæjar og stefnumótun innan málaflokksins. Undir íþróttadeild heyrir rekstur, viðhald og uppbygging íþróttamannvirkja auk skipulagsmála fyrir málaflokkinn. Íþróttadeild á í góðu samstarfi við ÍBA og aðildarfélög. Deildin ber ábyrgð á verkefninu Heilsueflandi samfélag og umsýslu og úthlutun frístundastyrkja til barna og ungmenna. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um íþróttamál og verkefni íþróttadeildar.

Síðast uppfært 04. september 2020