Ungmennaráð

Í ungmennaráði sitja 11 ungmenni frá grunnskólum bæjarins, framhaldsskólum, ÍBA, skátunum og Ungmennahúsi. Tilgangur og markmið ráðsins er m.a. að þeir sem eru yngri en 18 ára geti tekið þátt í lýðræðislegri umræðu. Þó svo að ungmennin séu ekki með kosningarétt geta þau haft áhrif og fái þar með ábyrgð.  Þau hafi vettvang og leiðir til að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Einnig fær ráðið fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Ungmennaráð skipa: 

Ari Orrason
Brynjólfur Skúlason
Hildur Lilja Jónsdóttir
Hulda Margrét Sveinsdóttir
Embla Blöndal
Páll Rúnar Bjarnason
Þura Björgvinsdóttir
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir

Smelltu hér til að opna samþykkt fyrir ungmennaráð

Smelltu hér til að horfa á upptöku frá bæjarstjórn unga fólksins í Hofi 26.03.2019

Ungmennaráð og bæjarstjórn

Bæjarstjórn unga fólksins skipuð fulltrúum ungmennaráðs og bæjarstjórn eftir fund bæjarstjórnar unga fólksins í Hofi þann 26. mars 2019. Aftast standa bæjarfulltrúarnir Hlynur Jóhannsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnar Gíslason og Þórhallur Jónsson. Fremst eru í röð: Brynjólfur Skúlason ungmennaráði, Ari Orrason ungmennaráði og forseti bæjarstjórnar unga fólksins, Jörundur Guðni Sigurbjörnsson ungmennaráði,  Embla Blöndal ungmennaráði, Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi,  Ingibjörg Ólöf Ísakssen bæjarfulltrúi, Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi, Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi, Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi, Þura Björgvinsdóttir ungmennaráði, Gunnborg Petra Jóhannsdóttir ungmennaráði, Hulda Margrét Sveinsdóttir ungmennaráði 

 

Ungmennaráð og bæjarráð funda í febrúar 2017

Frá fundi ungmennaráðs og bæjarráðs í febrúar 2017. Frá vinstri: Anna Kristjana Helgadóttir, Hulda Margrét Sveinsdóttir, Snædís Sara Arnedóttir, Páll Rúnar Bjarnason, Brynjólfur Skúlason, Ari Orrason, Eiríkur Björn Björgvinsson, Kristinn Reimarsson, Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Silja Baldursdóttir.

Undirbúningur fyrir stofnun ungmennaráðs á Akureyri stóð í nokkur ár. Í aprílmánuði 2010 samþykktu samfélags- og mannréttindaráð og bæjarstjórn Akureyrar að stofna til ungmennaráðs enda eru sveitarstjórnir hvattar í æskulýðslögum til að hlutast til um að stofnuð séu sérstök ungmennaráð. Samkvæmt lögunum skal ungmennaráð m.a. vera sveitastjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Þetta ákvæði æskulýðslaga er í anda barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kemur að tryggja skuli rétt barns  til að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum sem það varðar og að tekið skuli réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.

Síðast uppfært 10. september 2019