Öldungaráð

Öldungaráð er samráðsvettvangur bæjarstjórnar með fulltrúum eldri borgara um þjónustu við aldraða og þróun öldrunarmála innan sveitarfélagins. Þann 1. október 2018 tóku í gildi ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Meðal nýmæla í lögunum er að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópur aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna.

Á vettvangi öldungaráðs fer fram samráð um almenna stefnumótun og áætlanagerð Akureyrarbæjar í málum sem varða íbúa sem eru 67 ára og eldri.
Öldungaráð er skipað sjö fulltrúum og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum bæjarstjórnarkosningum kjósa þrjá fulltrúa í öldungaráð til fjögurra ára og þrjá til vara.
Félag eldri borgara á Akureyri skal skipa þrjá fulltrúa og þrjá til vara.
Einn fulltrúi skal skipaður af Heilbrigðisstofnun Norðurlands og einn til vara


Aðalmenn:

Helgi Snæbjarnarson (L) formaður - fulltrúi Akureyrarbæjar
Arnrún Halla Arnþórsdóttir (B) - fulltrúi Akureyrarbæjar
Elías Gunnar Þorbjörnsson (D) - fulltrúi Akureyrarbæjar
Sigríður Stefánsdóttir - fulltrúi EBAK
Halldór Gunnarsson - fulltrúi EBAK
Valgerður Jónsdóttir - fulltrúi EBAK
Eva Björg Guðmundsdóttir - fulltrúi HSN


Varamenn:

Halla Björk Reynisdóttir (L) - fulltrúi Akureyrarbæjar
Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B) - fulltrúi Akureyrarbæjar
Guðný Friðriksdóttir (D) - fulltrúi Akureyrarbæjar
Hallgrímur Gíslason - fulltrúi EBAK
Hrefna Hjálmarsdóttir - fulltrúi EBAK
Hjörleifur Hallgríms Herbertsson - fulltrúi EBAK
Bergþóra Stefánsdóttir - fulltrúi HSN

 

 

Síðast uppfært 10. september 2019