Jafnréttismál

Fjölbreytni, jöfn meðferð og vernd gegn mismunun í víðum skilningi er leiðarstef í nýrri mannréttindastefnu Akureyrarbæjar til ársins 2023. Yfirskrift stefnunnar sem var samþykkt í bæjarstjórn 17. mars er Allskonar Akureyri og fangar vel markmið sveitarfélagsins um fjölbreytt samfélag.

Fram til þessa hefur jafnréttisstefna Akureyrarbæjar takmarkast við jafnrétti kynjanna í samræmi við íslenska jafnréttislöggjöf, en stefnan hefur nú verið útvíkkuð og er í fyrsta sinn komin fram heildstæð mannréttindastefna sveitarfélagsins sem hefur þann tilgang að tryggja vernd allra íbúa og fyrirbyggja mismunun.

Framtíðarsýn í stuttu máli:

- Íbúar á Akureyri njóti mannréttinda og jafnrar meðferðar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, kyns, kynhneigðar, fötlunar eða annarra þátta sem greina fólk að.
- Mannréttindi og fjölbreytni eru leiðarstef í stefnumótun og ákvarðanatöku hjá Akureyrarbæ.
- Íbúum á Akureyri líður vel og hafa jákvætt viðhorf til sín og annarra.
- Akureyrarbær vinnur með og á viðskipti við aðila sem vilja efla frumkvæði, nýsköpun og þekkingaröflun á sviði mannréttinda.

Akureyrarbær vinnur að mannréttindum:

- Sem stjórnvald
- Sem vinnuveitandi
- Sem þjónustuaðili
- Sem samstarfsaðili

 

Myndrænt yfirlit yfir helstu aðgerðir þessa árs:

 

 

 

Jafnréttisráðgjafi sér um framkvæmd og eftirfylgni við mannréttindastefnu Akureyrarbæjarí samvinnu við frístundaráð og bæjaryfirvöld.

Hlutverk ráðgjafans er að veita stofnunum og starfsfólki bæjarins fræðslu og ráðgjöf um hvaðeina sem snertir mannréttindastefnuna og jafnréttismál almennt, m.a. samþættingu jafnréttisstarfs við starfsemi bæjarins. Jafnréttisráðgjafi hefur einnig umsjón með úttektum og rannsóknum á stöðu mannréttinda í bæjarkerfinu.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs gegnir starfi jafnréttisráðgjafa.

Sími 460-1236, kristinnj@akureyri.is

Síðast uppfært 27. maí 2020