Barnvænt sveitarfélag

Barnvæn sveitarfélög er verkfærakista og líkan sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga. Hugmyndafræði barnvænna sveitarfélaga byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities, sem hefur verið innleitt í hundruðum sveitarfélaga út um allan heim frá 1996.  

Akureyrarbær vinnur markvisst að því að verða barnvænt sveitarfélag.

Innleiðingarferli Barnasáttmála SÞ

Barnvæn sveitarfélög byggja á fimm grunnþáttum

  1. Þekkingu á réttindum barna.
  2. Því sem barni er fyrir bestu.
  3. Jafnræði - að horft sé til réttinda allra barna
  4. Þátttöku barna
  5. Barnvænni nálgun

Innleiðingarferli Barnasáttmálans á sér stað í átta þrepum. Hér að neðan sérðu með bláum lit hvaða þrepum er lokið.

Smelltu hér til að skoða aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar 2019 - 2021.

1. ÞREP 

Í október 2016 gerðu Akureyrarbær og Unicef með sér samstarfsyfirlýsingu um að Akureyri yrði fyrsta barnvæna sveitarfélagið á Íslandi

2. ÞREP

Þann 1. desember 2017 var haldið Stórþing barna þar sem rætt var við ungmenni á grunn- og framhaldsskólaaldri um upplifun þeirra á lífinu á Akureyri. Verkefni voru lögð fyrir innan leikskóla Akureyrar þar sem börn veltu fyrir sér réttindum sínum og rætt var við rýnihópa barna um þau aðalatriði sem fram komu á stórþinginu ásamt því að ræða við hópa barna sem ekki áttu fulltrúa á þinginu.

3. ÞREP

Unnið er jafnt og þétt að því að fræða kjörna fulltrúa og starfsfólk bæjarins um barnvæn sveitarfélög með það fyrir augum að staðfesta innleiðingu aðgerðaráætlunar. 

4. ÞREP

Þann 22. janúar 2019 samþykkti bæjarstjórn aðgerðaráætlun vegna innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Markvisst er unnið að því að allt starfsfólk fái fræðslu um innleiðingu Barnasáttmálans og það hvernig við notum hann sem gæðastjórnunartæki í öllum okkar ákvörðunum. 

5. ÞREP

6. ÞREP

7. ÞREP

8. ÞREP

Síðast uppfært 05. febrúar 2019