Tómstundanámskeið

Skipulagt tómstundastarf hefur ótvírætt forvarnargildi þar sem starfið stuðlar að jákvæðum og þroskandi samskiptum, örvar félagsþroska og lýðræðisvitund ásamt því að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga. Eitt af markmiðum samfélags- og mannréttindadeildar er að leitast við að gera öllum börnum og unglingum kleift að sækja tómstundastarf að skóladegi loknum. 

Á tómstundanámskeiðunum er lögð áhersla á sköpun á fjölbreyttum sviðum m.a. í sjónlistum, tré- og handverki. Þau standa til boða fyrir börn í 4., 5., 6., og 7. bekk grunnskóla og eru kennd á milli kl 15 - 18, annars vegar í Punktinum undir leiðsögn list-, og handverkleiðbeinenda og hinsvegar á vegum sjálfstæðra kennara/leiðbeinanda og stofnana haust- og vorönn.

Námskeið í boði haustið 2020

Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum Nóra kerfið og falla undir frístundastyrkinn (börn fædd 2003 til og með 2014) að upphæð kr. 40.000 (1. jan. 2020 - 31.des. 2020).

Ef óskað er eftir aðstoð má einnig senda póst á tomstund@akureyri.is eða hafa samband við okkur í gegnum facebook-síðuna okkar.

Síðast uppfært 08. september 2020