Frístundastarf eldri borgara

Akureyrarbær rekur líflegt og skemmtilegt starf í félagsmiðstöðvunum í Víðilundi 22 og Bugðusíðu 1. Félagsmiðstöðvarnar eru opnar fólki frá 60 ára aldri.
Í boði er fjölbreytt starfsemi, ýmiskonar námskeið, handverk, afþreying af ýmsu tagi og hreyfing einnig eru ýmsir viðburðir á dagskrá. Bæklingur um starfsemi félagsmiðsstöðvanna liggur frammi í félagsmiðstöðvunum og í þjónustuveri bæjarins.
Í félagsmiðsstöðvunum er starfandi notendaráð sem í sitja 5 fulltrúar og þrír varamenn. Kosið er í ráðið á hverju vori úr virkum hópi þeirra sem sækja staðina. Hlutverk notendaráðs er að vera talsmenn fólksins sem nýtir félagsmiðstöðvarnar taka við ábendingum og tillögum um starfsemina. Einnig hefur ráðið veg og vanda að ýmsum viðburðum í samvinnu við forstöðumann og starfsfólk félagsmiðstöðvanna.

Sími Víðilundi: 462 7998 /eldhús 595 8021

Dagskrá Bugðusíðu vor 2017 (pdf-skjal)

Dagskrá Víðilundi vor 2017 (pdf-skjal)

Síðast uppfært 11. júlí 2018