Tölvuleikjaforritun sumarnámskeið

Skema og Símey kynna tölvuleikjaforritun fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-16 ára.

Á námskeiðunum fá þátttakendur kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta.  Kennslan byggir á leikjaforritun auk þess sem fléttað er inn í kennsluna hugarkortum og flæðiritum við hönnun leikjanna.

Notast verður við þrívíddar-forritunarumhverfi sem heitir Alice, en í því eru engar syntax villur og því hægt að einbeita sér meira að því sem skiptir máli á þessu stigi.

Tölvuhrekkir verða einnig teknir fyrir og lærum við að forrita nokkra alveg meinlausa hrekki.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur sjái forrit verða að veruleika auk þess sem þátttakendur munu sjá hvað forritun getur verið skemmtileg og áhugaverð.

Námskeiðsverð: 25.700- kr


24. - 28. júní - kl. 9-12 (7-10 ára) - skráning hér.
24. - 28. júní - kl. 13-16 (11-16 ára) - skráning hér.
8. - 12. júlí kl. 9-12 (7-10 ára) - skráning hér.
8. - 12. júlí kl. 13-16 (11-16 ára) - skráning hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan