Tæknimannanámskeið

Í kennslunni er farið yfir helstu undirstöðuatriði dj tækninnar ásamt yfirferð yfir helstu græjur og dj forrit (Traktor, Virtual Dj o.f.l). Í hinum hluta námskeiðis er farið yfir tengar, uppsetningu á hjóð og ljósa kerfi allt frá litlum kerfum upp í stór. Á námskeiðinu munu nemendur prufa sig áfram með mismunandi dj búnaði svo sem tölvubúnað og tölvulausan búnað. Tengja hátalar, ljos og hjóðprófa. Farið verður yfir tónlistarstefnur og mismunandi skiptingar aðferðir eftir tónlist. Allur búnaður er á staðnum og þurfa þátttakendur ekki að koma með neitt með sér. Við mælum hinsvegar með ef þátttakendur eiga Dj græjur að koma með þær. Leiðbeinandi DJ hlutans er Jakob Möller sem hefur verið að í 4 ár og vantar þá ekki reynsluna. Hann hefur náð miklum árangri, spilað víða á mjög stórum skemtunum og spilað með mörgum stórstjörnum. Leiðbeinandi tækni hlutans er Hinrik Svanson og hann er eigandi HS kerfis sem er hljóð og ljósa leiga. Hinrik hefur margra ára reynslu af uppsetningum og skemtannahaldi. Í lok námskeiðis fá nemendur skirteini vottað af þekktum plötusnúð og viðurkenndri hjóð og ljósaleigu. Námskeiðið endar einning á að þáttakendur setji upp fyrir ball allt frá grunni og sjái svo um að spila á ballinu. Þáttakendur eru 15 manns 8-10 bekk. Tvö kvöld mán og þri (3 og 4 apríl. 4 tímar hvor dagur og ballið á föst 4 klst 8-12. Ef eftirspurni verður mikil verður bætt við fleyrri námskeiðum. tekið verður östutt pása þars sem þáttakendur geta feingið sér nesti sem þau koma með. verðið er 3500kr á námskeiðið og aðgöngu miði á ballið 1000kr.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan