Söngkeppni 2016

Hljómsveitin Hraðsuðuhella tók lagið Under the bridge með Red hot chilli peppers.
Hljómsveitin Hraðsuðuhella tók lagið Under the bridge með Red hot chilli peppers.

Fimmtudaginn 8. desember var árlega söngkeppni Félak haldin í Naustaskóla. Keppnin er með stærri viðburðum ársins hjá félagsmiðstöðvum Akureyrar og fimm atriði komast þaðan áfram á NorðurOrg sem er söngkeppni norðurlands. Um þessi sæti kepptu fjórtán atriði nemenda og voru atriðin allt frá fullskipaðri hljómsveit yfir í einsöng þar sem nokkur atriði innihéldu frumsamin lög og texta. Gæðin leyndu ekki á sér og var fólk almennt ekki á sama máli hvaða atriði ættu að komast áfram og þurftu dómararnir að kljást sín á milli til að ráða þar úr. Niðurstaðan var sú að Eik Haraldsdóttir og Egill Andrason, sem sungu og spiluðu frumsamda lagið Ég veit þú veist, komust áfram. Einnig fóru áfram Embla Sól sem söng lagið Bring me to life, Emilía Ýr sem söng lagið Daddy lessons, Ingunn Erla sem söng lagið Lost Boy og Karen Ósk sem söng lagið Rise up. Utanaðkomandi dómarar voru: Kristín Tómasdóttir, Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir og Sindri Snær Konráðsson. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan