skjátími barna og unglinga

Samfélags- og mannréttindaráð, Samtaka - samtök foreldrafélaga á Akureyri og Ungmennaráð, standa saman að málþingi miðvikudaginn 9. mars kl. 16.30 - 19.00. Umræðuefni þingsins er “Viðmið um skjátíma barna og unglinga utan náms- og vinnutíma”. Meginmarkmið með málþinginu er að skapa umræðu og fá þátttakendur til að koma sér saman um viðmið um hæfilegan skjátíma barna og unglinga utan námstíma og vinnutíma (þeirra sem vinna með skóla).

Það er staðreynd að við eyðum miklum tíma daglega fyrir framan skjá. Starfshópur á vegum Samfélags- og mannréttindaráðs undirbýr málþingið og sér um framkvæmd þess. Í ljósi vaxandi notkunar snjalltækja telur ráðið að samræða hagsmunaaðila um sameiginleg viðmið um 'útivist' barna og unglinga fyrir framan skjá sé afar brýnt samfélagslegt verkefni. Það er mat starfshópsins að árangusríkt geti verið að setja samræmdar viðmiðunarreglur líkt og gert er með reglum um útivist sama aldurshóps á almannafæri.

Megináhersla starfshópsins er sú að öll þurfum við að sýna ábyrgð á skjánotkun okkar og vera meðvituð um hvað telst hæfilegt. Starfshópurinn vekur athygli á því að fullorðið fólk er fyrirmynd barna og unglinga í skjánotkun. Einhvers staðar verður að byrja og því er skynsamlegt að setja sjálfum sér mörk og vera meðvitaður um hvers vegna við teljum að setja þurfi mörk um skjánotkun okkar. Viðfangsefnið verður rætt út frá sjónarhóli mismunandi aldurs.

Spurningar sem lagðar verða fyrir hópana eru: Af hverju er mikilvægt að hafa sameiginleg viðmið um hæfilegan skjátíma barna og unglinga í samfélagi okkar? Hversu langan skjátíma telur þú vera hæfilegan fyrir börn á (viðkomandi aldri)?

Mikilvægt er að áhugasamir sem vilja taka þátt í þinginu skrái þátttöku sína. Skráning fer fram Facebooksíðu verkefnisinshttps://www.facebook.com/vidmid   

#skjatimi

Fjölmiðlar eru velkomnir á málþingið og þurfa ekki að skrá sig.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan