Norsk innrás

Iver Jensen
Iver Jensen

Á Akureyri er nú staddur ungur norskur leikstjóri en hann hefur fengið styrk til að taka hér upp frumsamið handrit. Um er að ræða samstarfsverkefni milli félagsmiðstöðva á Akureyri og Vesterålen í Norður-Noregi. Verkefnið fékk styrki frá Nordnorsk filmsenter, Filmfokus Vesterålen og Menningaráði Eyþings í gegnum félagsmiðstöðar Akureyrar.

 Forsagan að verkefninu er samstarf milli Menningarráðs Eyþings og Menningarráðs Vesterålen og hafa félagsmiðstöðvar Akureyrar til að mynda sent keppendur á stuttmyndahátíðina Laterna sem er svæðisbundin kvikmyndahátíð fyrir börn og unglinga í Vesterålen.

 Ungi leikstjórinn heitir Iver Jensen og er 17 ára og hefur unnið til fjölda verðlauna og átt myndir á stuttmyndakeppnum í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Króatíu auk þess sem hann leggur stund við nám í kvikmyndagerð í framhaldsskóla Stokmarknes í Noregi.  

 
Áheyrnaprufur fyrir hlutverkum í myndinni fara fram í kvöld fimmtudaginn 5. mars kl 20:00 í félagsmiðstöðinni Tróju Rósenborg og geta allir ungir áhugaleikarar á aldrinum 14-20 ára skráð sig með tölvupósti á netfangið gunnlaugur@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan