Akureyrsk ungmenni á Cannes

Fannar Már Jóhannsson, Haukur örn Valtýsson og Mateusz Swierczewski.
Fannar Már Jóhannsson, Haukur örn Valtýsson og Mateusz Swierczewski.

Stuttmyndin "Við munum augnablikin" sem Iver Jensen frá Stokmarknes í Vesterålen gerði í samstarfi við krakka úr félagsmiðstöðvum Akureyrar og stuttmyndahátíðina Stulla verður brátt sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi sem er líklega sú stærsta og virtasta í heimi.

Í nokkur ár hafa félagsmiðstöðvar Akureyrar verið í samstarfi við Vesterålen í Noregi um stuttmyndagerð. Það samstarf sem stutt hefur verið af menningarráði Eyþings hefur verið ákaflega gjöfult og skapað ungu fólki ótal mörg spennandi tækifæri. Og nú verður myndin sem gerð var í samstarfi við Iver Jensen, sem er 19 ára, sýnd á Cannes. Í aðalhlutverkum eru Fannar Már Jóhannsson, Haukur örn Valtýsson og Mateusz Swierczewski.

Þetta er gríðarlega mikil viðurkenning fyrir stuttmyndahátíðina Stulla og þá akureyrsku krakka sem að henni hafa staðið. Búast má við að myndin verði sýnd mun víðar í framhaldi af Cannes og vonir standa til þess að hún verði sýnd á opinberum vettvangi á Akureyri áður en langt um líður.

Brot úr myndinni.

Facebook síða myndarinnar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan