Starfstengt nám

Starfstengdu námi er ætlað að koma til móts við þarfir og áhuga grunnskólanemenda í 9. og 10. bekk sem af einhverjum ástæðum laga sig ekki að hefðbundnu námsframboði grunnskólanna. Þessir nemendur eiga oft erfitt með bóknám en samkvæmt grunnskólalögum má atvinnuþátttaka koma í stað valfaga í stundaskrá. Á þessari lagagrein byggir verkefnið.

Verkefnastjóri í Ungmenna-Húsi útvegar nemendunum vinnu í samræmi við áhuga þeirra og sér um að þeir séu tryggðir. Lagt er mat á frammistöðu nemenda og í lok skólaárs fá þeir sameiginlegt vinnumat frá verkefnastjóra og vinnustað.

 

Síðast uppfært 12. júní 2018