Kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Eitt af verkefnum aðgerðaáætlunar Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er að gera upplýsingar um aðstoð við þolendur aðgengilegar. Markmiðið er að auka vitund almennings og virkja samfélagið þannig að það láti sig ofbeldi varða og það sé ekki einkamál þeirra sem fyrir því verða og þeirra sem það fremja. Jafnframt er markmiðið að fullorðnir einstaklingar fái viðeigandi og aðgengilega þjónustu ef þeir hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku og þurfa mikla og þverfaglega þjónustu.

Gott að vita: Á Íslandi er tilkynningarskylda þar sem öllum landsmönnum ber lagaleg skylda til að tilkynna til barnaverndarnefnda ef ástæða þykir til, samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002. Tilkynna ber ef grunur leikur á að barn búi við óviðunandi aðstæður, það beitt einhverskonar ofbeldi eða sé vanrækt. 

Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Aðstoð og úrræði

Aflið

Aflið er samtök sem stofnuð voru á Akureyri 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis. Aflið er fyrir alla sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og/eða heimilisofbeldi og aðstandendur þeirra s.s. maka, foreldra, systkini og vini sem óska eftir ráðgjöf. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Símar Aflsins eru 461-5959 og 857-5959.

Barnavernd

Grunsemdir um ofbeldi gegn börnum berast fjölskyldudeild Akureyrarbæjar í formi barnaverndartilkynninga og eru kannaðar skv. barnaverndarlögum. Börn sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi fá viðtöl hjá sérhæfðum meðferðaraðila í samstarfi við Barnahús og foreldrar ráðgjöf samhliða því. Í einstökum tilvikum getur barnaverndarnefnd gripið til úrræða sem fela í sér varnaðaráhrif s.s. að krefjast brottvikningar heimilismanns eða vísa málum í lögreglurannsókn. Vistun barns utan heimilis, bæði í bráðatilvikum meðan rannsókn stendur yfir, svo og til lengri tíma eða jafnvel varanlega er einnig úrræði sem tiltækt er skv. barnaverndarlögum.

Upplýsingar um ofbeldi milli maka þar sem börn eru á heimili eru skráðar sem andlegt og tilfinningalegt ofbeldi gagnvart barni. Úrræði eru margvísleg eftir eðli og alvarleika máls en miðast oft við að leysa vanda hinna fullorðnu s.s. beina þeim í sálfræðimeðferð, áfengismeðferð o.þ.h. Almennum stuðningsúrræðum skv. barnaverndarlögum er einnig beitt í málum af þessu tagi s.s. uppeldisleiðbeiningar og ráðgjöf, að barni sé útveguð stuðningsfjölskylda eða persónulegur ráðgjafi. Segja má að eftir því sem barnið er yngra beinast úrræðin meira að umsjáraðila þess til að auka hæfni þeirra og bæta þannig aðstæður barnsins, en eftir því sem barnið er eldra beinast úrræðin meira að því sjálfu, meðferð þess og styrkingu.

Sími barnaverndar er 460-1420.

 

Fjölskyldusvið

Almenn þjónusta í formi félagslegrar ráðgjafar. Um er að ræða ýmis konar upplýsingagjöf og persónulegan stuðning sem fer yfirleitt fram með viðtölum á skrifstofu.

Úrræði eru: Fjárhagsaðstoð t.d. til framfærslu sbr. reglur um fjárhagsaðstoð velferðarráðs Akureyrar. Einnig aðstoð við að komast inn í leiguhúsnæði Akureyrarbæjar að uppfylltum skilyrðum umsækjanda.

Sími fjölskyldusviðs er 460-1420.

 

Forvarna- og félagsmálaráðgjafar

Forvarna- og félagsmálaráðgjafar Akureyrarbæjar veita fræðslu til starfsfólks Akureyrarbæjar og foreldra um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Forvarna- og félagsmálaráðgjafar hafa aðsetur í Rósenborg og í Giljaskóla, Glerárskóla, Oddeyrarskóla og Síðuskóla.

 

Heilsugæslustöðin

Heilsugæslan sinnir þolendum kynferðisofbeldis og kynbundins ofbeldis aðallega í gegnum fjölskylduráðgjöf með viðtölum og sjálfstyrkingu. Heimilislæknar vísa gjarnan í fjölskylduráðgjöf þegar þessi mál koma upp og það er mikil samvinna milli þessara aðila. Mál af þessu tagi koma oft upp í tengslum við meðgöngu og í ungbarnavernd og þá felst samvinna þeirra sem að koma í því að finna þau úrræði sem henta hverju sinni. Þolendur kynferðisofbeldis og kynbundins ofbeldis eru hvattir til að hafa samband við fjölskylduráðgjöfina á HAK. Nánari upplýsingar eru hér.

Sími HAK er 432 4600

 

Karlar til ábyrgðar

Karlar til ábyrgðar er meðferðarúrræði ætlað til þess að aðstoða karla sem vilja losna úr viðjum obeldisbeitingar. Nánari upplýsingar eru hér.

Upplýsingar og viðtalsbeiðnir í síma 555-3020.

 

Lögreglan

Neyðarsími er 112. Almennt símanúmer lögreglunnar á Akureyri er 464-7700.

 

Sjúkahúsið á Akureyri

Rekin er neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis og er hún opin allan sólarhringinn. Þangað geta allir leitað sem hafa upplifað slíkt ofbeldi og fengið stuðning hjúkrunarfræðings og stuðningsaðila. Jafnframt fá skjólstæðingar neyðarmóttökunnar skoðun samkvæmt réttarfarslegum kröfum um sönnunarbyrði. Sjá nánar hér.

Sími neyðarmóttökunnar er 463-0800.

Síðast uppfært 14. desember 2018