Forvarnarstarf

Forvarna- og félagsmálaráðgjafar bera ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd forvarna- og félagsmiðstöðvastarfs fyrir börn og unglinga í samræmi við markaða stefnu í forvarnamálum á hverjum tíma. Ráðgjöfunum er ætlað að sinna almennu og sértæku forvarnastarfi í nánu samstarfi við grunnskólana og aðra sem koma að málum barna og unglinga s.s. félagsþjónustu og barnavernd. Þannig að hver grunnskóli hefur sinn forvarna- og félagsmálaráðgjafa sem tengilið og náinn samstarfsmann. Tilnefndir hafa verið tengiliðir vegna forvarna í leikskólum og framhaldsskólum. Forvarna- og félagsmálaráðgjafar mynda með sér forvarnateymi sem hefur yfirsýn yfir stöðu mála.

Síðast uppfært 01. ágúst 2018