Sjúkraþjálfun

Á ÖA er sjúkraþjálfun sem þjónustar íbúa Hlíðar, Lögmannshlíðar og dagþjálfunargesti. Á Hlíð er tækjasalur og heiturpottur. Þar starfa sjúkraþjálfarar og aðstoðarmaður. Einnig er aðstaða til sjúkraþjálfunar í Lögmannshlíð og þar starfa sjúkraþjálfararar tvo daga í viku. Það eru sjúkraþjálfarar frá Eflingu sjúkraþjálfun sem sjá um þjálfunina.

Markmið sjúkraþjálfunar er að:

  • Þjálfa og viðhalda/bæta líkamlega færni fólks til sjálfshjálpar og til að létta umönnun.
  • Endurhæfa eftir brot og sjúkdóma.
  • Útvega hjálpartæki og veita leiðbeiningar um skófatnað o.fl.
  • Vinna að forvörnum fyrir starfsfólk t.d. með fræðslu og sýnikennslu um góðar vinnustellingar og vinnuvernd.

Markviss þjálfun og hreyfing eykur lífsgæði fólks og er reynt að sjá til þess að sem flestir njóti hreyfingar sem oftast. Þar er boðið upp á styrktaræfingar í tækjum, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og göngu- og þolþjálfun með umsjón sjúkraþjálfara og aðstoðarmanns. Þeir sem þurfa sértæka meðferð fá einnig einstaklingsmeðferð. Sjúkraþjálfarar annast val og pöntun, skráningu og létt viðhald á hjólastólum og öðrum hjálpartækjum fyrir íbúa öldrunarheimilanna.

Sjúkraþjálfarar í Hlíð bjóða upp á sjúkraþjálfun fyrir fólk sem kemur í dagþjálfun og alla þá sem þörf hafa á meðferð sjúkraþjálfara og vilja nýta sér hana. Til að fá sjúkraþjálfun þarf fólk sem býr utan Öldrunarheimilanna að fá beiðni hjá sínum lækni. Greiða þarf fyrir hluta af meðferðinni á móti Sjúkratryggingum Íslands.

Starfsmenn sjúkraþjálfunar í Hlíð eru:

Starfsmaður sjúkraþjálfunar í Lögmannshlíð er:

 

Síðast uppfært 05. maí 2020