- Heimilin
- Dagþjálfun - Tímabundin dvöl
- Þjónusta
- Gæði og þróun
- Hagnýtt
Á ÖA er sjúkraþjálfun sem þjónustar íbúa Hlíðar, Lögmannshlíðar og dagþjálfunargesti. Á Hlíð er tækjasalur og heiturpottur. Þar starfa sjúkraþjálfarar og aðstoðarmaður. Einnig er aðstaða til sjúkraþjálfunar í Lögmannshlíð og þar starfa sjúkraþjálfararar tvo daga í viku. Það eru sjúkraþjálfarar frá Eflingu sjúkraþjálfun sem sjá um þjálfunina.
Markmið sjúkraþjálfunar er að:
Markviss þjálfun og hreyfing eykur lífsgæði fólks og er reynt að sjá til þess að sem flestir njóti hreyfingar sem oftast. Þar er boðið upp á styrktaræfingar í tækjum, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og göngu- og þolþjálfun með umsjón sjúkraþjálfara og aðstoðarmanns. Þeir sem þurfa sértæka meðferð fá einnig einstaklingsmeðferð. Sjúkraþjálfarar annast val og pöntun, skráningu og létt viðhald á hjólastólum og öðrum hjálpartækjum fyrir íbúa öldrunarheimilanna.
Sjúkraþjálfarar í Hlíð bjóða upp á sjúkraþjálfun fyrir fólk sem kemur í dagþjálfun og alla þá sem þörf hafa á meðferð sjúkraþjálfara og vilja nýta sér hana. Til að fá sjúkraþjálfun þarf fólk sem býr utan Öldrunarheimilanna að fá beiðni hjá sínum lækni. Greiða þarf fyrir hluta af meðferðinni á móti Sjúkratryggingum Íslands.
Starfsmenn sjúkraþjálfunar í Hlíð eru:
Starfsmaður sjúkraþjálfunar í Lögmannshlíð er: