Sjúkraíbúðir

Sjúkraíbúð HlíðÖldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hafa til útleigu tvær raðhúsaíbúðir, Austurbyggð 21G og 21H, sem nýttar eru sem sjúkraíbúðir fyrir skjólstæðinga Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og aðstandendur íbúa ÖA.

Notendur íbúðanna geta t.d. verið einstaklingar sem leita þjónustu SAk og þurfa búsetuúrræði þar sem aðstaða er til eigin umönnunar og sjálfsbjargar. Með tilkomu íbúðanna er fjölskyldum, mökum, börnum og öðrum aðstandendum skapaðar aðstæður til að taka þátt í meðferðar- eða bataferli eftir aðstæðum hverju sinni. 

Aðstandendur íbúa ÖA geta nýtt íbúðirnar samkvæmt þeim reglum og viðmiðum sem gilda fyrir íbúðirnar sem sjúkrahótel eða til tímabundinnar leigu.

Gott aðgengi og aðbúnaður er fyrir fólk með fötlun eða skerta hreyfigetu.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu ÖA virka daga frá kl. 8 til 15, en einnig er hægt að senda póst á netfangið ibud@hlid.is.

 

Beiðni um gistiþjónustu er forsenda greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands: 

Beiðni um gistiþjónustu

Þá er hér bókunareyðublað fyrir bókun á sjúkraíbúð við Hlíð:
Bókunarblað.

 

Frekari upplýsingar:

Almennar upplýsingar

 Sjúkraíb forsíða

 Sjúkraíb matsalur

 

 Loftmyndir af Hlíð

sjúkraíbúðir Hlíð

 Sjúkraíbúðir við Hlíð yfirlitsmynd

 Bæklingur um sjúkraíbúðirnar til útprentunar

 Sjúkraíb. uppl. til prentunar

Hægt er að finna Sjúkraíbúðir við Hlíð á síðunni maps.google.com undir Austurbyggð 21, Akureyri. Velja þarf þær neðst í leitarglugganum undir "Á þessum stað" til þess að sjá beina aðkomu, annars sýnir kortið aðalinngang Hlíðar við Austurbyggð 19.

Leiðarlýsing frá Sundlaug Akureyrar að Sjúkraíbúðum við Hlíð.

 Leiðarlýsing

 Fleiri myndir

 sjúkraíbúð ÖAsjúkraíbúð ÖAsjúkraíbúð ÖAsjúkraíbúð ÖAsjúkraíbúð ÖAsjúkraíbúð ÖAsjúkraíbúð ÖAsjúkraíbúð ÖAsjúkraíbúð ÖAsjúkraíbúð ÖAsjúkraíbúð ÖA

Síðast uppfært 19. nóvember 2020