Lögmannshlíð

Iðju- og félagsstarfið er staðsett í Samkomugerði sem er miðsvæðis í Lögmannshlíð með góðu aðgengi frá öllum heimilum. Í Samkomugerði er föst dagsskrá alla virka daga en auk þess er þetta góður staður fyrir íbúa og starfsfólk til að hittast, fá sér kaffibolla, taka létt spjall og njóta samveru hvers annars.  

Í Samkomugerði er stunduð ýmiskonar tómstundaiðja og má þar nefna húslestur, handverk, bingó, hringjakast, spurningar og spjall, spilavist, söng, myndasýningar og ýmsar aðrar árstíðabundnar skemmtanir og óvæntar uppákomur. 

Skipulagt hópastarf er inn á hverju heimili einu sinni í viku. Hópastarfið byggir að miklu leyti á minningarvinnu og eru fyrirfram ákveðin þemu tekin fyrir hverju sinni.

Boðið er upp á vax og slökun inn á heimilunum einu sinni í viku, sex vikur í senn. 

Eden kaffi er einu sinni í mánuði. Það er haldið í Samkomugerði en öll heimilin leggja sitt af mörkum með góðgæti á kaffihlaðborðið. Þar hittast íbúar, aðstandendur og starfsfólk, njóta samveru, fá sér kaffi og kökur og hlusta á lifandi tónlist.

 

Starfsmenn iðju- og félagsstarfsins:

Dagný Linda Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi, deildarstjóri dagnylinda@akureyri.is - í barneignarleyfi

Ari Erlingur Arason, félagsliði, ari@akureyri.is

Svandís Ebba Stefánsdóttir, félagsliði, svandiss@akureyri.is
Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir, iðjuþjálfanemi, johannamg@akureyri.is 
Heiða Björg Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi, heidak@akureyri.is - í barneignarleyfi

iðju- og félagsstarf Lögmannshlíð: 460-9262

Síðast uppfært 02. maí 2018