Iðju- og félagsstarf

Markmið iðju- og félagsstarfs er að viðhalda getu og auka færni við iðju með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun. Hverjum og einum er mikilvægt að stunda iðju sem hann hefur áhuga á og hefur það jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan. Leitast er við að vinna einstaklingsmiðað þannig að þarfir hvers og eins séu hafðar að leiðarljósi.

Starfsfólk sinnir bæði einstaklingum og hópum og vinnur að því að efla og viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan. Í boði eru sérúrræði fyrir fólk með heilabilun þar sem unnið er nánar með sálfélagslega nálgun. Starfsfólkið sinnir einnig ýmsum sérverkefnum sem stuðla að tengingu út í samfélagið t.d. við öll skólastig bæjarins.

 ,

Boðið er upp á kráarkvöld með lifandi tónlist einu sinni í mánuði og er þá sungið og dansað.
Guðsþjónusta er einu sinni í mánuði og samvera presta er einn mánudag í mánuði kl 14:00.
Margir sönghópar og aðrir skemmtikraftar bjóða upp á hina fjölbreyttustu skemmtun reglulega.
Við tökum vel á móti slíku og er hægt að senda fyrirspurnir á viðburðastjórann astaa@akureyri.is.

 

Lykilorðin í félagsstarfinu eru:

  •   Að vera jákvæð/ur.
  •   Að auka vellíðan.
  •   Að lifa lífinu lifandi.
  •   Að skapa tilbreytingu í daglegt líf.
  •   Að rækta manninn.
  •   Að auka lífsgæði og gera dagana innihaldsríka og skemmtilega.

 

Iðju- og félagsstarfið tilheyrir þjónustusviði Öldrunarheimila Akureyrar forstöðumaður sviðsins er Friðný B. Sigurðardóttir fridny@akureyri.is

 

Síðast uppfært 05. nóvember 2020