Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mikilvægar upplýsingar til aðstandenda og þeirra sem hafa hug á að heimsækja íbúa ÖA

Mikilvægar upplýsingar til aðstandenda og þeirra sem hafa hug á að heimsækja íbúa ÖA

Undanfarnar vikur hefur starfsemi ÖA verið að komast í fyrra horf. En þrátt fyrir það erum við enn að vinna eftir fjöldatakmörkunum þar sem hámark 50 manns mega vera í sama rými og erum sífellt á varðbergi gagnvart mögulegu smiti inn á heimilin. Fá smit hafa verið á Íslandi undanfarið þar til núna síðustu daga. Í ljósi þess viljum við á Öldrunarheimilum Akureyrar koma eftirfarandi tilmælum á framfæri til okkar gesta: • Ef þú hefur verið erlendis, ekki koma í heimsókn fyrr en 14 dögum eftir heimkomu. Ef sækja þarf um undanþágu frá þessari reglu t.d. vegna bráðra veikinda ástvina fer undanþágubeiðnin í gegnum forstöðumann heimilis. • Íbúar á ÖA fari ekki í heimsókn þar sem einstaklingar nýkomnir erlendis frá eru. • Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensulík einkenni. • Nauðsynlegt er að þvo vel hendur og spritta í upphafi heimsóknar. Í sameiningu leggjumst við öll á eitt við að vernda íbúa Öldrunarheimilanna gegn smiti. Hugum að hvar við höfum verið og hverja við höfum verið að umgangast áður en við komum í heimsókn. Takk fyrir skilninginn, umburðarlyndið og góða samvinnu. Athugið: Ef smit vegna covid-19 aukast aftur munu tilslakanir ganga til baka og reglur hertar á ný.
Lesa fréttina Mikilvægar upplýsingar til aðstandenda og þeirra sem hafa hug á að heimsækja íbúa ÖA
Hlíð

Góð reynsla af sveigjanlegri dagþjálfun

Nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun hjá Öldrunarheimilum Akureyrar hefur reynst mikilvægur hlekkur í viðbrögðum við hækkandi hlutfalli aldraðra og breytilegum þörfum þeirra. Niðurstaða áfangamats að loknu fyrsta starfsári er að sveigjanleg dagþjálfun hafi aukið fjölbreytni í þjónustu við eldra fólk á Akureyri.
Lesa fréttina Góð reynsla af sveigjanlegri dagþjálfun