Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Handboltalið Þórs mokaði snjó við Hlíð og Lögmannshlíð. Myndirnar tók Páll Jóhannesson.

Myndir frá heimsóknum í marsmánuði

Þrátt fyrir lokun Hlíðar og Lögmannshlíðar höfum við fengið góðar heimsóknir í mars. Takk fyrir okkur.
Lesa fréttina Myndir frá heimsóknum í marsmánuði
Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Óskað eftir bakvörðum í velferðarþjónustu

Félags- og barnamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga vinna í sameiningu að því að koma á fót bakvarðasveit í velferðarþjónustu. Útbreiðsla Covid-19 getur orðið til þess að valda erfiðleikum í veitingu þjónustu og skapað álag á vissum starfstöðvum. Mikilvægt er að tryggja lögbundna þjónustu og aðstoð við viðkvæmustu hópana og því hefur verið ákveðið að setja saman bakvarðasveit.
Lesa fréttina Óskað eftir bakvörðum í velferðarþjónustu
Þakklæti fyrir þátttöku og þolinmæði

Þakklæti fyrir þátttöku og þolinmæði

Við viljum byrja á að þakka ykkur öllum fyrir þolinmæði, skilning og jákvæð viðbrögð við lokuninni hjá okkur hér í Hlíð og Lögmannshlíð. Við fylgjumst grannt með þróun mála og hvetjum alla til þess að fara áfram að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarna, viðbragðsáætlun okkar hefur verið virkjuð og við vinnum eftir henni. Eins og er er heimsóknarbann enn í gildi, starfsemi dagþjálfana er óbreytt en dregið hefur verið úr miðlægu iðju- og félagsstarfi. Allir viðburðir á vegum Öldrunarheimilanna falla niður þar til annað verður auglýst.
Lesa fréttina Þakklæti fyrir þátttöku og þolinmæði
Áríðandi tilkynning

Áríðandi tilkynning

Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Öldrunarheimila Akureyrar vegna sýkingar af völdum Kórónaveirunnar (COVID-19) á Íslandi. Öldrunarheimili Akureyrar hafa tekið þá ákvörðun að loka hjúkrunarheimilum sínum fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7.mars þar til annað verður formlega tilkynnt.. Er þetta gert að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir. Öldrunarheimili Akureyrar eru hér að fylgja eindregnum tilmælum þessara aðila sem eru í framvarðasveit Almannavarna Íslands. Heilsa og velferð íbúanna þarf alltaf að vera í forgangi!
Lesa fréttina Áríðandi tilkynning
Frá sóttvarnalækni

Frá sóttvarnalækni

Sóttvarnalæknir beinir því til rekstraraðila hjúkrunarheimila að koma eftirfarandi skilaboðum um smitvarnir vegna kórónaveiru (COVID-19) á framfæri til þeirra sem málið varðar: Íbúar hjúkrunarheimila eru flestir aldraðir og / eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma. Þeir eru því í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af Kórónaveirunni. Við viljum því biðja þá sem eru með kvefeinkenni, flensulík einkenni eða hafa ferðast nýlega til skilgreindra áhættusvæða samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis að gæta varúðar og koma ekki í heimsóknir á hjúkrunarheimilið.
Lesa fréttina Frá sóttvarnalækni
Ég er Heilavinur

Ert þú Heilavinur?

Eliza Reid forsetafrú er fyrsti Heilavinurinn, númer hvað ert þú? Til þess að verða Heilavinur skráir þú þig á heimasíðunni www.heilavinur.is og horfir þar á stutt myndband sem sýnir helstu einkenni heilabilunar og hvernig bregðast á við þegar einstaklingur er í vanda og virðist ekki ráða við aðstæður. Það eina sem þarf er að vera tilbúinn til að sýna samhug og vinsemd og koma auga á einstaklinginn á bak við sjúkdóminn. Því fleiri sem gerast Heilavinir þeim mun meiri líkur eru á að einstaklingur með heilabilunarsjúkdóm upplifi sig velkominn í sínu samfélagi og finni fyrir öryggi. Gleymdu ekki að skrá þig!
Lesa fréttina Ert þú Heilavinur?
Eliza Reid forsetafrú ásamt Fjólu Ísfeld íbúa í Lögmannshlíð

Forsetafrúin og fulltrúar frá Alzheimersamtökunum í heimsókn

Undanfarin ár hafa ÖA og Alzheimersamtökin unnið saman að ýmsum verkefnum á sviði almennrar fræðslu, ráðgjafar og stuðnings við einstaklinga með heilabilun og fjölskyldur þeirra. Föstudaginn 7. febrúar komu góðir gesti í heimsókn
Lesa fréttina Forsetafrúin og fulltrúar frá Alzheimersamtökunum í heimsókn
„Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“

„Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“

Í hverri viku kemur fjöldi sjálfboðliða í heimsókn á Hlíð og Lögmannshlíð, þeir sýna mikla ósérhlífni og veita íbúum gleði og ánægju. Þeir auðga lífið og hjálpa íbúum til að viðhalda tengslum við samfélagið.
Lesa fréttina „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“
Aðstandandaskólinn styrktur af Heilbrigðisráðuneytinu

Aðstandandaskólinn styrktur af Heilbrigðisráðuneytinu

Það er okkur mikil ánægja og hvatning á ÖA að segja frá því að heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefnið Aðstandandaskóli fyrir maka og fullorðin börn einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma þannig að það geti orðið fyrirmynd annarra sambærilegra verkefna víðar um land.
Lesa fréttina Aðstandandaskólinn styrktur af Heilbrigðisráðuneytinu
Gæðavísar Öldrunarheimila Akureyrar 2010-2019

Skýrsla um Þróun gæðavísa hjá ÖA 2010-2019 er komin út

Í skýrslunni má finna upplýsingar um verkefni og áherslur Öldrunarheimilanna.
Lesa fréttina Skýrsla um Þróun gæðavísa hjá ÖA 2010-2019 er komin út