Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Lögmannshlíð

Lögmannshlíð: Hjúkrunarfræðingur

Öldrunarheimili Akureyrar óska eftir hjúkrunarfræðingi til starfa í Lögmannshlíð til afleysingar í ár. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um er að ræða 70% starf í vaktavinnu. Unnið er þriðju hvortu helgi 12 tíma vaktir, auk þess þarf viðkomandi að geta unnið morgun-, kvöld- og næturvaktir.
Lesa fréttina Lögmannshlíð: Hjúkrunarfræðingur
Margrét Sesselja Magnúsdóttir

Gjöf frá Elligleði

ÖA barst vegleg gjöf frá Margréti Sesselju Magnúsdóttur annars eiganda Elligleði. Færði hún ÖA 20 handsaumaða, margslungna klúta sem ætlaðir eru íbúum og gestum sem hafa einkenni heilabilunar. ÖA þakkar Sesselju kærlega fyrir þessa skemmtilegu gjöf. Nánar má lesa um verkefni Elligleði á heimasíðu þeirra elligledi.123.is
Lesa fréttina Gjöf frá Elligleði
Öldrunarheimili Akureyrar - annað af tveimur heimilum sem tilheyra ÖA, Hlíð Austurbyggð 17 og Lögman…

Athugasemd vegna umfjöllunar um málefni ÖA

Vegna umfjöllunar um Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) á Facebook og á vef Fréttablaðsins er rétt að eftirfarandi komi fram: Starfsfólki og stjórnendum ÖA þykir leitt að upplifun aðstandanda eins íbúa öldrunarheimilanna sé slík sem fb-færsla viðkomandi ber vitni um. Það er ávallt erfitt og sorglegt þegar einstaklingar „hverfa“ smám saman inn í heim heilabilunarsjúkdóma. Á Öldrunarheimilum Akureyrar vinnum við á heimilum þess fólks sem þar býr og kappkostum að íbúunum líði eins vel og kostur er. Við yfirförum verkferla með kerfisbundnum hætti með það að markmiði að gera betur ef þess er nokkur kostur.
Lesa fréttina Athugasemd vegna umfjöllunar um málefni ÖA