Hollvinasamtök ÖA

Hollvinasamtök ÖA

Hollvinasamtök Öldrunarheimila Akureyrar voru stofnuð síðla árs 2017. Tilgangur félagsins er að styðja við ÖA með framlögum, styrkjum og sjálfboðastarfi til hagsbóta fyrir íbúa, starfsfólk og starfsemina almennt.

Til þess að ná tilgangi sínum þarf á góðum félagsmönnum að halda. Til þess að verða félagsmaður má að fylla út formið hér fyrir neðan. Athugið að árgjaldið er kr. 5.000 kr.

Félagsaðild hafa þeir sem eru 18 ára og eldri og eru fjárráða. Fyrirtæki, félagssamtök og opinberir aðilar geta orðið félagar.

Árgjaldið er hægt að leggja inná bankareikning Hollvinasamtakanna, kt: 4412171450, reikningsnúmer 565-14-405786

Vinsamlegast skrifið fullt nafn
Helst farsími