Aspar- og Beykihlíð

Aspar- og Beykihlíð

Heimilin Aspar- og Beykihlíð eru staðsett á annarri hæð í nýjustu byggingunni í Hlíð, sem tekin var í notkun í nóvember 2006. Á hvoru heimili fyrir sig eru 15 rúmgóð einstaklingsherbergi með sér snyrtingu og sturtu. Tvö herbergi á hvoru heimili eru með hurð á milli, svo hjón geta búið þar saman ef svo ber undir. Einnig eru á hverju heimili setustofa og borðstofa með eldhúskrók, þar sem möguleiki er fyrir létta matargerð.

Forstöðumaður: Sigurlína Stefánsdóttir, sími 460 9161.

Viðvera alla virka daga frá kl. 8:00 - 16:00. Netfang: sigurlina@akureyri.is

Læknir: Óttar Ármannsson

Símanúmer Aspar- og Beykihlíðar: Beinn sími: 460 9160 / 460 9163

 

Aðstoðarforstöðumaður:

Anna María Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarforstöðumaður, leysir Sigurlínu af í forföllum. Netfang: annamaria@akureyri.is 

Síðast uppfært 11. mars 2020