Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð

Hlíð

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð er elst af Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar. Í upphafi hét heimilið Elliheimili Akureyrar og var byggt af Akureyrarbæ með stuðningi kvenfélagsins Framtíðin. Heimilið var vígt 29. ágúst 1962 á 100 ára afmæli Akureyrarbæjar. Fyrstu heimilismenn voru 7 og var yfirlýstur tilgangur með rekstri heimilisins að veita öldruðu fólki á Akureyri heimilisvist með svo vægum kjörum sem unnt var.

Frá þeim tíma hefur heimilið stækkað og breyst, en í elsta hluta húsnæðisins í Hlíð eru einbýli lítil og nokkrir íbúar um hverja snyrtingu.

Í dag geta búið allt að 137 íbúar í Hlíð að með töldum íbúum í raðhúsum sunnan Hlíðar. Þar af eru rými fyrir 17 einstaklinga í tímabundinni dvöl og hvíldardvöl, sem frá áramótum 2019 var breytt að hluta í dagþjálfun og því eru í dag starfrækt 7-10 tímabundin rými.

Í Hlíð eru 9 heimili auk raðhúsa:

  • Aspar- og Beykihlíð
  • Eini- og Grenihlíð
  • Birki- og Lerkihlíð
  • Reyni- og Skógarhlíð
  • Víði- og Furuhlíð / raðhús

Hjúkrunarforstjóri Öldrunarheimilanna er Helga Guðrún Erlingsdóttir, með aðsetur í Hlíð, Austurbyggð 17, 600 Akureyri.

Síðast uppfært 03. nóvember 2020