Samfélagshjúkrun - Buurtzorg

Veturinn 2017 var farið af stað með þróunarverkefni við Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) byggt á hugmyndafræði Buurtzorg (þýtt samfélagshjúkrun). Þátttakendur í verkefninu voru sex einstaklingar með ólíkar þarfir og stuðning heima, voru þeir innskrifaðir í verkefnið í átta vikur. Skipulag þess tíma fór eftir þörfum hvers og eins, hvort áherslan var að vera alveg heima eða að hluta til í tímabundinni dvöl og heima. Meðan að á verkefninu stóð var þjónustan skipulögð með starfsfólki tímabundna dvala, starfsfólki dagþjálfunar, fjölskyldunni og nærsamfélaginu. Þegar verkefninu lauk var þjónustan skipulögð með náinni samvinnu við heimahjúkrun, heimaþjónustu, félagsþjónustu og nærsamfélaginu.
Tilgangur og markmið verkefnisins var að leggja áherslu á heildræna þjónustu fyrir hvern og einn, samþætta þjónustu fyrir hann heim með það að markmiði að hann geti með stuðningi búið þar lengur og orðið sjálfstæður við einhverjar aðstæður. Hins vegar var markmið verkefnisins að breyta skipulagi milli þjónustu tímabundinna dvala og dagþjálfunar innan ÖA, markmiðið með því var að efla félagslega og líkamlega virkni þátttakenda og sjá hvort það skili sér í betri líðan þeirra.
Hluti af verkefninu var að leggja áherslu á velferðartækni. Allir þátttakendur fengu spjaldtölvur, í þær var búið að setja upp Memaxi samskiptaforrit. Það auðveldar samskipti og utanumhald um þátttakendur, bæði fyrir starfsfólk og aðstandendur, jafnframt auðveldar það einstaklingnum og fjölskyldu hans að fylgjast með skipulagi þeirrar þjónustu sem veitt er og jafnvel að sjá hver veitir hana.

Samfélagshjúkrun

Samfélagshjúkrun

 

Síðast uppfært 25. mars 2021