Saga -rafræn sjúkraskrá

Áhersla er lögð á markvissa þróun upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu og samnýtingu upplýsinga til að auka gæði, öryggi, hagkvæmni og skilvirkni í rekstri og þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Lögum samkvæmt (nr. 55/2009) ber heilbrigðisstarfsmanni skylda til að færa sjúkraskrá. Málefnum rafrænnar sjúkraskrár er sinnt af heilbrigðisupplýsingasviði embættisins. Innan sviðsins er starfseining sem fer með yfirstjórn á öllum þáttum sem tengjast rafrænni sjúkraskrá. Það felur meðal annars í sér þróun, framkvæmd og innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár og rafrænna samskipta með heilbrigðisupplýsingar á landsvísu.

Markmið með rafrænni sjúkraskrá er að koma á fót samræmdri, öruggri og ítarlegri skráningu heilbrigðisgagna, ásamt því að auðvelda boðskipti innan heilbrigðisþjónustunnar. Í hana eru skráðar upplýsingar um einstaklinga, heilsufarsleg vandamál þeirra og samskipti við heilbrigðisstarfsfólk. Sjúkraskráin gefur góða yfirsýn yfir skráningu og vinnslu upplýsinga er varða heilsufar sjúklinga, rekstur stofnunarinnar, gæði og faglega starfsemi. 

Á Öldrunarheimilum Akureyrar er samningur við TM Software um aðgang að Sögukerfinu með tenginu í gegnum gagnagrunn Sjúkrahússins á Akureyri. Notkun Sögunnar hófst 3. febrúar 2014.

Síðast uppfært 13. júlí 2018