Rjúfum hefðirnar

Bakað í BandagerðiÖldrunarheimili Akureyrar taka þátt í verkefninu Rjúfum hefðirnar – förum nýjar leiðir.

Markmið verkefnisins er að breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla. Verkefninu er stýrt af Jafnréttisstofu og er samstarfsverkefni skóla, vinnustaða, fagfélaga, stéttarfélaga og annarra sem láta sig jafnréttismál varða. Verkefnið hófst haustið 2016.

Megin áherslur verkefnisins eru að stuðla að jafnrétti kynjanna í menntun, starfsþjálfun og ráðgjöf. Brjóta upp kynbundnar staðalmyndir í náms- og starfsvali. Vekja áhuga kvenna á hefðbundnum karlastörfum og vekja áhuga karla á hefðbundnum kvennastörfum.

Unnið verður að því að kynjasamsetning starfsfólks endurspegli kynjasamsetningu þjónustuþega með því að auka hlutfall karla að störfum á ÖA. Aðgerðir til að ná markmiðum fela í sér sértækar atvinnuauglýsingar, endurskoðun kynningaefnis og leiðir í kynningum ásamt samstarfi við öll skólastigin.

Í stýrihóp ÖA vegna verkefnisins eru Ingi Þór Ágústsson forstöðumaður Austurhlíða, Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA, Stefán Þór Þengilsson starfsmaður í Lögmannshlíð og Friðný B. Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA.

 Verkefninu lýkur með málþingi í október 2018  þar sem þátttakendur miðla reynslu, gagnlegum aðferðum og verkfærum í átt til aukins kynjajafnréttis.

Síðast uppfært 13. júlí 2018