Genís

Öldrunarheimili Akureyrar, Genís og Háskólinn á Akureyri eru í samstarfi þar sem kanna á hvort inntaka á fæðubótarefninu BENECTA® hafi áhrif á lífsgæði.

Einstaklingum sem nota sér þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar, sem eru að kljást við líkamleg eymsli, bólgu- og eða gigtarsjúkdóma eða stækkun á blöðruhálskirtli og eru ekki með minnissjúkdóma, er boðið að taka þátt í þessari forathugun. Einnig tóku nokkrir starfsmenn þátt sem falla undir sömu einkenni.

 

Ástæða þátttöku Öldrunarheimilanna í þessu verkefni er að fæðubótarefnið hefur hlotið jákvæðar umsagnir margra sem nota það reglulega og sérstaklega eldra fólks.

 

Lagður verður fyrir lífsgæðaspurningalistinn SF-36 sem er viðurkennt mælitæki.

 

BENECTA®er fæðubótaefni sem framleitt er í Genís á Siglufirði. BENECTA® er samsett úr kítófásyrkum sem framleiddar eru úr rækjuskel og er því náttúrulegt efni. Fæðubótarefnið BENECTA® fæst í flestum lyfjaverslunum á Íslandi.

BENECTA® er talið geta dregið úr bólgum í líkamanum með náttúrulegum ferlum. Markmið Genís með framleiðslu fæðubótarefnisins er að bæta lífsgæði fólks sem þjáist af bólgutengdum heilsukvillum.

 

Genís leggur til þriggja mánaða skammt af fæðubótarefninu þátttakendum að kostnaðarlausu. Þáttakendur geta hafnað eða hætt þátttöku í forathugunni hvenær sem er og án útskýringa.

 

Fjölmiðillinn N4 mun fylgja þátttakendum eftir með myndbandsupptökuvélum. Myndefnið, verður að fengnu leyfi þátttakenda, notað til heimildamyndagerðar og sem kynningarefni um fæðubótarefnið.

Síðast uppfært 13. júlí 2018