Alfa - rafræn lyfjaumsjón

Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hafa á undanförnum árum getið sér gott orð fyrir frumkvöðla- og þróunarstarf á hinum ýmsu sviðum. Um er að ræða starf og orðspor sem hefur leitt til þess að heimsóknir gesta af höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar af landinu sem koma til að kynna sér það sem fram fer á ÖA, telja á annað hundrað á ári hverju. 

Eitt af fjölmörgum þróunarverkefnum sem er í gangi lýtur að rafrænni lyfjaumsýslu. Um að ræða sérlega metnaðarfullt og áhugavert þróunarverkefni sem fór af stað vorið 2014 í samstarfi við Þulu- norrænt hugvit og Lyfjaver.

Verkefnið sem í daglegu tali kallast Alfa (í höfuðið á hugbúnaðinum sem það byggir á)  fór af stað árið 2014 með það að markmiði  að auka öryggi, gæði og hagkvæmni í allri umsýslu lyfja á ÖA.  Þula hefur á undanförnum árum haslað sér völl með Alfa hugbúnaðinn víða á Norðurlöndum en ÖA er fyrsta hjúkrunarheimilið á Íslandi til að taka búnaðinn í notkun. Alfa býður upp á lausnir sem styðja lyfjafyrirmæli, hefðbundin birgðakerfi, stakskömmtun lyfja auk fjárhagskerfa en fyrsta skrefið í samstarfi ÖA, Þulu og Lyfjavers laut að birgðahaldi og pöntunum á lyfjum og ýmsum vörum. Nú þegar er ljóst að innleiðingin  hefur aukið öryggi og gæði í allri lyfjaumsýslu auk þess að leiða til umtalsverðs sparnaðar. Næsta skref í innleiðingunni laut að rafrænni skráningu á á eftirritunarskyldum lyfjum sem og kom það mikla framfaraskref til framkvæmdar haustið 2016. Áfram heldur þróunarvinnan og næsta skref snýst um rafræn lyfjafyrirmæli og lyfjakort og stefnt er að innleiðingu á því sviði strax á þessu ári.

 

Í lok árs 2015 vann María Guðnadóttir, lýðheilsufræðingur, skýrslu um mat á árangri Alfa verkefnisins. Þá skýrslu má sjá hér:

Reynsla af Alfa hugbúnaðinum

 

 

Síðast uppfært 03. desember 2020