Timian

Timian - innkaupa og matarvefur.

Timian vefurinn er heildstætt innkaupa-, beiðna- og sölukerfi sem veitir yfirsýn yfir vöruframboð og innkaupsverð hinna ýmsu birgja.

Matarinnkaup og dreifing innan Öldrunarheimilanna í gegnum Timian vefinn hófst vorið 2014 og frá árinu 2016 hafa rekstrar- og hjúkrunarvörur bæst við.

Eldhús Hlíðar sér um matarinnkaup frá birgjum og hin ýmsu heimili ÖA panta síðan matvöru frá eldhúsinu í gegnum beiðnakerfið. Kostnaðurinn er færður beint á heimilið sem pantar og starfsmenn sjá verð vörunnar strax við innkaupin. Með betri stýringu á innkaupum minnkar sóun og verð- og kostnaðarvitund eykst.

Eldhúsið heldur utan um uppskriftir sínar í kerfinu og birtir matseðla ásamt næringargildi hér á heimasíðunni.

Elín Inga Halldórsdóttir vann BS verkefni í viðskiptafræði sem fjallaði um Timian kerfið. Verkefninu skilaði hún í apríl 2016 og hafði það titilinn Timian Software ehf.: innleiðing breytinga með rafræna innkaupa-, beiðna- og sölukerfinu Timian á Öldrunarheimili Akureyrar Verkefnið var meðal annars unnið sem hluti af samstarfi um nemaverkefni milli ÖA og Háskólans á Akureyri.

Á bls. 39 í lokaverkefninu segir:

„Af þessari rannsókn er ljóst að innleiðing Timian kerfisins á ÖA er vel heppnuð. Þeir þættir sem nýttir eru með Timian kerfinu sýna bersýnilega árangur hjá ÖA. Það er ekki einungis aukin vitund starfsmanna um kostnað og betri nýtingu á mat sem hefur komið í ljós, heldur er það að nú er betur hægt að hafa stjórn á innkaupum ÖA. Það er ekki bara sparnaður á fjármunum sem Timian hefur haft í för með sér heldur einnig sparnaður á tíma“.

Hlekkur á lokaverkefni Elínar er hér:

Timian Software ehf

Síðast uppfært 12. nóvember 2020