Motiview

MotiviewMotiview er hugbúnaður sem ætlaður er til að hvetja eldra fólk til hreyfingar. Með því að nota myndir og hljóð getur notandinn farið í hjólatúr í því umhverfi sem hann þekkir vel og með því kallað fram minningarbrot. Myndirnar sýna staði sem er auðvelt er að þekkja og spiluð er uppáhaldstónlist notandans.  Hlíð er fyrsta hjúkrunarheimilið hér á landi sem prófar þennan hugbúnað ásamt tveimur hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu, Droplaugarstöðum í Reykjavík og Ísafold í Garðabæ. Aðferðin er þróuð í samvinnu við Öldrunar- og hjukrunarheimilissvið í Bergen. Reynslan hefur verið mjög jákvæð og búið er að sanna hvernig áhrif af notkun hugbúnaðarins hefur bætt heilsu notanda.

Árið 2016 fór af stað verkefni í Hlíð sem fólst í því að hafa Motiview hjól til prufu fyrir íbúa á Eini- og Grenihlíð.  Um var að ræða tveggja mánaða hjólaverkefni þar sem nokkrir íbúar hjóluðu  3 x í viku fyrir framan sjónvarpsskjá og völdu myndefni og tónlist til að hjóla eftir. Niðurstöður úr þessum prófum voru þær að hjá þessum fimm einstaklingum bættu flestir sig miðað við fyrstu próf, mismikið en flestir eitthvað.  Prófin reyndu á göngugetu, jafnvægi og styrk í neðri útlimum.  Í framhaldinu var hugbúnaðurinn og áskrift að kerfinu keyptur og er hann staðsettur í sjúkraþjálfuninni í Hlíð.

Það er Ásta Þorsteinsdóttir sjúkraþjálfari sem hefur stýrt verkefninu og innleiðingu Motiview í Hlíð.

Verkefnið var fjármagnað af Kaffisjóði íbúa í Hlíð og Gjafasjóði Öldrunarheimila Akureyrar.

 

Síðast uppfært 13. júlí 2018