Miðstöð velferðartækni - VelTech Center

Öldrunarheimili Akureyrar sóttu um styrkveitingu til Eyþings, nánar tiltekið sem áhersluverkefni á Norðurlandi eystra 2019, til að kanna fýsileika þess að koma á fót þjónustu- og þekkingarmiðstöð á sviði velferðartækni á Norðurlandi. Í umsókninni er verkefnislýsingin eftirfarandi:
Markmið verkefnisins er að vinna frumathugun og þarfagreiningu á samstarfi sveitarfélaga vegna þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar á sviði velferðartækni. Leiðarljós að slíku samstarfi er að nýta nýjustu tækni til að upplýsa, leiðbeina, veita ráðgjöf og hvetja til aukinnar og almennrar notkunar á nýjustu tækni og hjálpartækjum fyrir einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegt líf og athafnir. Markmiðið er að auka þannig lífsgæði eldra fólks og hagkvæmni í veitingu þjónustunnar. Miðstöðin þjóni íbúum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og mögulega öllu landinu.


Tæknibylting nútímans er stundum kölluð fjórða „iðnbyltingin" og er hluti af daglegum veruleika fólks. Eldra fólki fjölgar ört og á næstu áratugum má gera ráð fyrir að hlutfall eldra fólks hækki verulega og þar með verði hlutfallslega færri einstaklingar á vinnumarkaði. Nýr veruleiki kallar á nýjar lausnir og nýsköpun í velferðarþjónustu.
Aukin lífsgæði og sjálfsbjörg einstaklinga með aðstoð nútímatækni er forsenda þess að hægt sé að halda uppi lífsgæðum og þeirri samfélagsþjónustu sem við búum við í dag.

Afrakstur verkefnisins var tekin saman í lokaskýrslu sem gagnast til að vinna áfram að verkefnahugmyndinni.

Hér er einnig að finna styrkumsóknina til Eyþings um verkefnið. 

Slæður frá erindi á ársfundi SSNE 10 okt. 2020.

Síðast uppfært 10. október 2020