Memaxi

Memaxi  er samskiptaforrit sem auðveldar skipulag og utanumhald fyrir einstaklinginn, fjölskylduna og starfsfólk sem kemur að umönnun hans. Þar er sett inn skipulag dagsins, hvaða starfsmaður kemur á hvaða tíma. Hægt er að setja myndir, skrifa í gestabók og senda skilaboð. Það eina sem einstaklingurinn þarf er spjaldtölva til að setja forritið upp í. Einnig er hægt að setja forritið upp í GSM síma hjá ættingjum svo þeir geti fylgst með þjónustunni sem einstaklingurinn fær og einnig ef skipulagið breytist yfir daginn.

 Í júlí 2018 tók N4 viðtal við Björgu Jónínu Gunnarsdóttur, deildarstjóra í dagþjálfun vegna Memaxi verkefnisins, viðtalið má finna hér

 Hér er grein um Memaxi:

Memaxi

 

 

Í september 2020 var búið til kynningar- og upplýsinga-myndband um notkun Memaxi og innleiðingu hjá ÖA og Búsetusviði.

Hér er að skoða myndbandið hér.

Síðast uppfært 30. september 2020