Öryggiskerfi

smart home Mannfjöldaspár gera ráð fyrir fjölgun eldra fólks á Íslandi líkt og nú þegar er orðið í nágrannalöndum okkar. Þessum breytingum fylgir þörf til að leita nýrra lausna sem stuðla að eða viðhalda sjálfstæði og lífsgæðum eldra fólks, fatlaðra og þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum. Um 90% eldra fólks býr í eigin húsnæði og um 70% einstaklinga eldri en 85 ára búa einir.

ÖA hefur átt í samstarfi við Símann og gerði samning um samstarf- og þróunarstarf í byrjun maí 2017,. Markmið þessa samnings er að styðja við sjálfstæða búsetu fólks og skapa aðstæður fyrir sem eðlilegustu lífi á heimili sínu þrátt fyrir skerðingu á færni og breytingu á högum sem kunna að verða samfara hækkandi aldri, fötlun eða lasleika. Annað markmið er að nýta nýja tækni til að bæta yfirsýn, auðvelda og mögulega auka hagkvæmni í vinnuferlum starfsmanna hvað varðar þjónustu við íbúa og notendur.

Meðal þess sem verið er að prófa og þróa í starfi ÖA og Símans, er notkun GPS staðsetningar búnaðar í armbandsúrum/snjallúr, þráðlausir skynjarar, öryggishnappar og rauntímavöktun sem byggir á hreyfistýrðri myndavél, hugbúnaðarkerfi með sjall-tækjum og annar álíka snjall-búnaður fyrir heimili sem sniðið er að þörfum einstaklinga.

Síðast uppfært 14. apríl 2020