Upplýsingamiðlun

Skjáir

Öldrunarheimili Akureyrar notast við upplýsingakerfi frá Memaxi til að halda utan um og miðla upplýsingum til íbúa, starfsmanna og gesta. Um er að ræða 15 skjái á Hlíð og  6 í Lögmannshlíð þar sem auglýsingar um dagskrá iðju- og félagsstarfs, matseðill dagsins, og ýmsar aðrar nytsamlegar upplýsingar og fréttir eru látnar rúlla allan sólarhringinn.

Hrafninn

Fréttabréf ÖA, Hrafninn, er gefinn út fimm sinnum á ári. Fyrsta tölublað Hrafnsins kom út í október 2014, og þá sem nafnlaus heimilispistill, þar sem óskað var eftir tillögum á nafni fyrir blaðið. Hrafninn er gefinn út á netinu, og hann má finna á heimasíðu Öldrunarheimilanna, hlid.is. Auk er pappírsútgáfu af honum dreift innan veggja ÖA. Í efnistökum Hrafnsins kennir ýmissa grasa, þar eru umfjallanir um heimilin og þá hugmyndafræði sem við hjá ÖA aðhyllumst, Myndir og fréttir frá viðburðum sem haldnir eru á Hlíð og Lögmannshlíð, innlit hjá íbúum, uppskriftir og frumsamin ljóð, dagskrá félagsstarfsins og umfjallanir um ýmsar ráðstefnur eða verkefni sem starfsfólk ÖA er að taka sækja eða taka þátt í hverju sinni. Hrafninn er þá að hverju sinni fagurlega skreyttur myndum og með stórri leturstærð. Netútgáfu Hrafnsins má finna hér

Gagnkvæmni

Áhersla hefur verið lögð á gagnkvæmni hinna ýmsu kerfa. Með uppsetningu þráðlausa netsins opnaðist möguleiki á innleiðingu Memaxi og fleiri verkefna sem auka hagkvæmni og bæta upplýsingaflæði innan ÖA

Síðast uppfært 16. apríl 2020