Sjálfboðaliðar

Ingvi RafnSjálfboðaliðar er auður sem ÖA metur mikils. Það er auður sem ekki er sjálfgefinn, í hverri viku og á hverjum degi koma sjálfboðaliðar sem bæði halda opinni hurð út í samfélagið og auka lífsgæði íbúa ÖA. Þeir aðstoða íbúa til þátttöku í ýmsum viðburðum eins og spilamennsku og bingó, steikja kleinur, baka, hitta og spjalla við íbúana, syngja og dansa. Heilar hljómsveitir mæta á kráarkvöldum og öðrum viðburðum svo eitthvað sé talið upp.

Samstarf er við öll skólastigin. Leikskólabörn koma reglulega yfir veturinn, grunnskólanemar koma í starfskynningar ásamt því að framhaldsskólanemar inna af hendi ýmis verkefni. Bæði innlendir og erlendir framhaldsskóla- og háskólanemar eru í verk- og starfsnámi á ÖA. Samskipti eru við ýmis félagasamtök um verkefni sem auðga lífið á ÖA.

Síðast uppfært 14. apríl 2020