Rannsóknarritgerðir

Starfsfólk og stjórnendur hafa tekið þátt í og leitt ýmis rannsóknarverkefni bæði á meðan að námi stóð sem og eftir námslok. Þá hefur ÖA komið að ófáum rannsóknar og nýsköpunarverkefnum. Hér eru kynnt nokkur þeirra rannsóknarverkefna sem starfsmenn ÖA eða ÖA hafa komið að.

 

Útivist, lífsgæði og ylgarðar á öldrunarheimilum

Verkefnið "Útivist, lífsgæði og ylgarðar á öldrunarheimilum" er verkefni sem hlaut styrk frá Velferðarráðuneytinu á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu og var unnið í samstarfi við ÖA. Niðurstöður verkefnisins, sem er fræðileg samantekt um áhrif náttúru á heilsu og lífsgæði, mun gagnast öldrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum auk verkfræði- og arkitektarstofum við hönnun bygginga ætluðum eldra fólki.

Hér má sjá samantekt frá verkefninu:

Útivist, lífsgæði og ylgarðar á öldrunarheimilum

 

Viðhorf hjúkrunarfræðinga á íslenskum hjúkrunarheimilum til líknarmeðferðar og þekkingar þeirra á henni

 Heiðdís Harpa Kristjánsdóttir MSc hjúkrunarfræðingur á Víði-og Furuhlíð birti í Tímariti Hjúkrunarfræðinga 4. tölublað 2013, niðurstöður rannsóknar sem hún gerði í meistaranámi sínu undir leiðsögn Dr. Elísabetar Hjörleifsdóttur . Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga á íslenskum hjúkrunarheimilum til líknarmeðferðar og þekkingu þeirra á henni með skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem viðmið. Einnig var tilgangurinn að skoða skipulag og framkvæms líknarmeðferðar sem og fræðsluþörf og hlutverk hjúkrunarfræðinga á þeim hjúkrunarheimilum sem tóku þátt í rannsókninni. Í ályktun rannsóknarinnar segir: Draga má þá ályktun af niðurstöðum að mikilvægt sé að stuðla að því að aldraðir íbúa á hjúkrunarheimilum fái viðeigandi líknarmeðferð sem verð beitt um leið og staðfest er að þeir hafi sjúkdóm sem þarfnast slíkrar meðferðar. Til þess er nauðsynlegt að koma á skipulagðri fræðslu um líknarmeðferð og hvenær henni skuli sé beitt sem hluti af heildrænni meðferð.

Viðhorf til líknarmeðferðar

 

 

Líðan, heilsa og starfstengd viðhorf.

Hjördís Sigursteinsdóttir hefur í þrígang rannsakað líðan, heilsu og starfstengd viðhorf starfsfólks Akureyrarbæjar. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni þar sem skoðuð er líðan, heilsa og starfstengd viðorf starfsmanna 20 sveitarfélaga á Íslandi á tímum efnahagsþrenginga. Um er að ræða langtíma rannsókn sem hófst árið 2010 og lauk árið 2013. Rannsóknin var þá jafnframt liður í doktorsverkefni Hjördísar í félagsfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Vísindasiðanefnd hefur gefið leyfi fyrir rannsókninni.

Hér má sjá niðurstöður rannsóknarinnar fyrir ÖA árið 2011

Líðan, heilsa og starfstengd viðhorf

Hér má sjá niðurstöður rannsóknarinnar fyrir ÖA árið 2013

Líðan, heilsa og starfstengd viðhorf

Síðast uppfært 10. janúar 2018