Skýrsla KPMG um öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar

Skýrsla KPMG um öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar var kynnt í bæjarstjórn 19. janúar 2016. Þar kemur meðal annars fram að brýnt sé að ákvarðanir verði teknar um framtíðarfyrirkomulag á rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og að fram fari uppgjör við ríkið vegna fyrri ára. Akureyrarbær hefur greitt hundruð milljóna króna með rekstri hjúkrunar- og dvalarheimila í bænum á síðustu árum þar sem daggjaldatekjur frá ríkinu hafa ekki dugað fyrir útgjöldum.

 

Skýrsla KPMG um öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar

Síðast uppfært 14. apríl 2020