Hlýleikakannanir

Árið 2013 sóttu ÖA um alþjóðarviðurkenningu sem Eden heimili. Umsóknin fól í sér mikið umsóknarferli þar sem gerðar voru fyrirfram ákveðnar úttektir á starfsemi ÖA. Að vera Eden heimili er ákveðinn gæðastimpill sem þarf að endurnýja á tveggja ára fresti. Hluti af úttektinni eru svokallaðar hlýleikakannanir sem eru gerðar meðal íbúa, gesta í dagþjónustu og tímabundinnidvöl, aðstandenda og starfsmanna. Þessi könnun er gerð til að fá raunsæja mynd af menningu og andrúmslofti heimilanna og líðan þeirra sem þar búa og starfa.

 

Hér má sjá samantekt um Hlýleikakönnun meðal íbúa, aðstandenda og starfsmanna á ÖA 2013.

 Hlýleikakönnun 2013

Hér má finna samantekt um Hlýleikakönnun 2016 og samanburð milli kannana 2013-2016.

Hlýleikakönnun 2016

Þá vann María Guðnadóttir skýrslu um vettvangsathugun sem unnin var samhliða fyrirlögn hlýleikakönnunar 2016 og má finna hana hér fyrir neðan

vettvangskönnun unnin samfara hlýleikakönnun ÖA 2016

Síðast uppfært 14. apríl 2020